„Það mætti segja að ég sé bragðlaukafíkill, en ég segi gjarnan að lífið sé of stutt fyrir vondar hitaeiningar“
Í Þorlákshöfn er lítið leyndarmál, rómantískt og persónulegt kaffihús sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þar er líka dásamleg sundlaug sem tilvalið er að byrja á að dýfa sér í áður en farið er á kaffhúsið eða fá sér göngu í yndislegri sandfjöru Þorlákshafnar. En það tekur aðeins um 30 mínútur að keyra frá Reykjavík. Skemmtilegur bíltúr á fögrum sumardegi!
Kaffihúsið hefur þá sérstöðu að bjóða upp á mikið úrval af glutenfríum veitingum og öðru sérfæði fyrir fólk með fæðuóþol og ofnæmi. Sjálf glímir Dagný við slæmt hveitiofnæmi og þekkir það af eigin raun að geta sjaldan notið þeirra veitinga sem veitingastaðir bjóða upp á. Er það í raun uppsprettan af því að kaffihúsið varð til. Við bjóðum ávallt upp á mikið af glutenfríum veitingum og notumst yfirleitt ekki við hveiti í okkar matargerð, en sé það gert eru þær sömu veitingar ávallt til glutenfríar.
Næringarríkar súpur ávallt unnar úr fersku hráefni og hveitilausar, heimabökuð brauð úr íslensku mjöli, hamingju- og grilllokur, nýbakaðar tertur og fleira er á boðstólum daglega. Svo alllir ætttu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo eru oft grillaðir holdanautsborgarar á góðviðrisdögum.
Inniviðir staðarins eiga það sameiginlegt að vera komnir til ára sinna en hafa fengið upplyftingu og nýtt hlutverk. Gamall borðbúnaður m.a. frá langömmum Dagnýjar fær að njóta sín ásamt handunnum glerdiskum sem Dagný eigandi kaffihússins og glerlistasmiðjunnar hefur hannað og framleiðir sjálf. Hægt er að versla á staðnum handunna og vandaða gjafavöru.
Einnig er hægt að sérpanta matarstell og aðra nytja- og listmuni eftir óskum hvers og eins. Boðið er upp á persónulega þjónustu og geta einstaklingar og fyrirtæki sérpantað vörur.
Það er ekki ofsögum sagt að staðurinn njóti mikilla vinsælda enda ást og alúð höfð að leiðarljósi á allri matar- og bakstursgerð hjá Dagnýju.
[pro_ad_display_adzone id="5830"]
Tengdar greinar
Sumar á Selfossi
02. ágúst, 2022
Gómsæt döðlukaka með engum viðbættum sykri eða hveiti
17. janúar, 2017
Heimalagað rauðkál fyrir jólin
02. desember, 2016