Gómsæt döðlukaka með engum viðbættum sykri eða hveiti

Gómsæt döðlukaka með engum viðbættum sykri eða hveiti

Í janúar verðum við hér á Suðurland FM með hinar ýmsu heilsuumfjallanir í okkar dagskrá og eru einmitt margir að taka til í sínu matarræði um þessar mundir. Hins vegar þá eigum við til að freystast til þess inn á milli að fá okkur eitthvað gómsætt gotterí og þá er vel við hæfi að hafa það með engum viðbættum sykri eða hveiti.

Inni á hinum frábæra vef Heilsustofnunar NLFÍ er þessa uppskrift að finna af gómsætri döðluköku sem inniheldur engann viðbættan sykur eða hveiti. Uppskriftina er hægt að nálgast hér af þeirra síðu en líka fyrir neðan.

Njótið vel.

 

Botn:
4 stk þeyttar eggjahvítur
1 dl döðlumauk (döðlur, hitaðar og maukaðar)
2 dl saxaðar döðlur
2 dl möndlukurl

Hjúpur:
70 ml kókosmjólk
70 g súkkulaði
eða
70 ml kókosmjólk
70 g súkkulaði 50-70%

Aðferð:
¼ af eggjahvítunum er blandað vel saman við döðlumaukið, söxuðu döðlurnar og möndlukurlið með sleikju. Svo er restinni af eggjahvítunum blandað varlega saman við. Sett í vel smurt form og bakað við 170°C í 15-20 mínútur.

Þegar búið er að kæla botninn má bæta 3-4 sneiddum bönönum ofan á hann og hjúpurinn settur yfir, en hann er lagður með því að hita kókosmjólkina og bræða svo súkkulaðið í henni.


[pro_ad_display_adzone id="5830"]

Tengdar greinar

PÓSTLISTI SUÐURLAND FM

WP Radio
WP Radio
OFFLINE LIVE