Sannkölluð jólatónlistarveisla fer fram í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli á Laugardag þar sem koma fram frábærir tónlistarmenn eins og Páll Rósinkranz, Magnús Kjartan Eyjólfsson, Gísli Stefánsson, Maríanna Másdóttir, Barnakór Hvolsskóla og Öðlingarnir og fleiri. Kynnir verður Bessi Theódórsson.
Þetta eru styrktartónleikar og fá dvalarheimilin Lundur og Kirkjuhvoll allan ágóða af tónleikunum.
Sólveig Pálmadóttir kíkti í heimókn til Hennýjar Árna í morgun og ræddu þær um tónleikana.
Miðasala er á tix.is, hjá Stúdió S á Selfossi og Húsasmiðjunni Hvolsvelli en miðar verða einnig seldir í íþróttamiðstöðinni fimmtudag og föstudag frá kl 18:00 – 20:00.
Tengdar greinar


Jóladagskráin heldur áfram í Hveragerði
14. desember, 2017


Nýjustu fréttir úr Flóanum
14. desember, 2017


Jólasveinarnir heimsækja Selfoss á morgun laugardag
08. desember, 2017