Sætabrauðsdrengirnir sækja Hvergerðinga heim á morgun sunnudag kl 17:00 í Hveragerðiskirkju. Meðlimir eru Bergþór Pálsson, Gissur Páll Gissurarson, Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson en Halldór Smárason sér svo um að útsetja og spila á píanó. Tónleikagestir geta átt von á skemmtilegum jólatónleikum og gríni.
Þeir eru miklir grínistar og er meðal annars hægt að finna skemmtileg brot á youtube undir Sætabrauðsdrengirnir en þeir hafa haft gaman af því að taka upp og slá á létta strengi.
Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson kíktu í skemmtilega heimsókn til Hennýjar Árna í dag og þar var sprellað.
Tengdar greinar


Jóladagskráin heldur áfram í Hveragerði
14. desember, 2017


Nýjustu fréttir úr Flóanum
14. desember, 2017


Jólasveinarnir heimsækja Selfoss á morgun laugardag
08. desember, 2017