Fjölskyldudagur í Hellisheiðarvirkjun á morgun laugardag

Fjölskyldudagur í Hellisheiðarvirkjun á morgun laugardag
Featured Video Play Icon

Skemmtilegur fjölskyldudagur er í Hellisheiðarvirkjun á morgun laugardag og eru allir velkomnir. Öllum gefst tækifæri til að kíkja á Jarðhitasýningu ON en ef þið hafið ekki kíkt á hana þá er hún mjög áhugaverð. Þarna verða veitingar í boði og fræðandi og fjörug skemmtidagskrá jafnt  fyrir börn og fullorðna.
Dagskrá hefst klukkan 12:00 – 13:00 þar sem að blöðrulistamaður og andlitsmálarar frá Sirkus Ísland verða og taka vel á móti öllum.

Milli 12:20 og 12:40 verða snarpir örfyrirlestrar
– Gróður, mosi og súrmjólk
– Bílar framtíðarinnar
– Kósíkvöld í kvöld
– Hvernig breytist gas í grjót?

13.00 – 13:30 Sirkus Ísland
Hressir sirkuslistamenn ætla að skemmta yngri kynslóðinni með alls konar brögðum og leikjum – eitthvað sem enginn vill missa af!

13:30-14:00
Barnakynning um sýninguna sem endar á fróðleiksgetraun fyrir börnin. Verðlaun í boði 🙂

Öll börn fá gefins íspinna frá KjörísGrillvagninn grillar pylsur, Coca-Cola ogTrópí frá Coca Cola

Guðrún rekstrarstjóri sýningarinnar var á línunni hjá Sævari Helga í dag.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM