Ingólfsvaka/styrktartónleikar á Græna herberginu í kvöld

Ingólfsvaka/styrktartónleikar á Græna herberginu í kvöld
Featured Video Play Icon

Ingólfsvaka verður haldin á Græna herberginu í miðborginni í kvöld. Vakan er í raun styrktartónleikar vegna fráfalls Ingólfs Bjarna Kristinssonar tónlistarmanns en hann féll fyrir eigin hendi 8. september síðastliðinn. Eftir andlátið stofnuðu vinir hans styrktarsjóð til að styðja við fjölskyldu hans, sem hefur þurft að bera allan þann kosnað sem fylgir andláti.

Vinir hans úr Breiðholtinu hafa tekið höndum saman og halda þessa styrktartónleika í kvöld en húsið opnar kl. 19:30 0g stendur vakan til kl. 4:00 í nótt.

Sigvaldi Búi sló á þráðinn til Grétars, eins af skipuleggjendum kvöldins.


Allar hljómsveitir sem koma fram á Ingólfsvöku eru á einn eða annan hátt tengdar Ingólfi Bjarna, þá var hann ýmist meðlimur í þeim eða góður vinur meðlima en a
llir listamenn kvöldsins gefa vinnuna sína.

Aðgangseyrir er aðeins 2000kr og 1000 krónur eftir miðnætti.
Fram koma:
Hearts 20:00
Kría 20:35
Ari Eldjárn 21:10
Quest 21:45
Andri Ívars 22:30
Gunnar Jónsson Collider 23:00
Ottoman 23:40
SEINT 00:35
AXIS DANCEHALL 01:05 
Rímnaríki 01:40
Fu Kaisha 02:20
Kuldaboli 03:00
Kynnir kvöldsins verður Jóhann Alfreð í Mið-Ísland

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM