Sögur og söngur á Eyrarbakka um helgina

Sögur og söngur á Eyrarbakka um helgina
Featured Video Play Icon

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir kíkti í heimsókn til Hennýjar Árna í morgun og ræddu þær um viðburð sem framundan er í Húsinu á Eyrarbakka um komandi helgi. Viðburðurinn ber heitið Sögur og söngur en Ásta er að gefa út sína fyrstu bók heitir Það sem dvelur í þögninni og er hún líkleg til að vekja forvitni margra.

Ásta verður með upplestur úr bókinni á laugardag og sunnudag kl 14:30 og er frítt inn. Valgeir Guðjónsson eiginmaður Ástu verður henni til halds og trausts og spilar vel  valdar perlur. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Byggðasafn Árnesinga en Rauða húsið heldur menningarkaffi að lokinni dagskrá.

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM