Landinn getur planað HM Rússlandsferðina í desember

Landinn getur planað HM Rússlandsferðina í desember
Featured Video Play Icon

Landsmenn eru orðnir spenntir fyrir heimsmeistaramótinu sem framundan er næsta sumar í Rússlandi enda Ísland búið að tryggja sér sæti þar í fyrsta skipti.

Ferðaskrifstofurnar eru þegar farnar að svipast um eftir stöðum í Rússlandi og hvernig væri mögulega hægt að haga ferðum þangað svo landsmenn geti fylgst strákunum okkar eftir. Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman Ferðum var á línunni hjá Henný Árna í gær en þar á bæ eru menn farnir að safna fólki á póstlista því 1. desember næstkomandi verður ljóst í hvaða riðli Ísland lendir og hvaða borgum þeir munu spila í. Biðin verður erfið fyrir suma en ferðaskrifstofurnar munu reyna að hjálpa til.

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM