Rakar af sér hárið fyrir gott málefni

Rakar af sér hárið fyrir gott málefni
Featured Video Play Icon

Alexandra Sif Herleifsdóttir er íþróttafræðingur að mennt og heldur úti opnu snappchatti undir nafninu lexaheilsa. Hún ræðir þar ýmis málefni tengd bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Hún hefur sjálf glímt við kvíða og þunglyndi og hefur opinskátt rætt þessi málefni og fékk þá hugmynd nýverið að setja af stað söfnun fyrir samtökin útmeða. Hún setti sér þau markmið að ná að safna 300.000 kr. fyrir 16. október næstkomandi og þá myndi hún raka af sér hárið. Hún ákvað að stoppa ekki þar heldur gefa hárið til alopecia.

Henný Árna heyrði í henni í byrjun vikunnar.

Þeir sem hafa áhuga á að styrkja Alexöndru í þessu verkefni er bent á styrktarreikninginn:

Rnr: 0130 – 05 – 063080
kt: 021089 – 2069

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM