Rokkhátíð Æskunnar á sunnudag á Kex Hostel

Rokkhátíð Æskunnar á sunnudag á Kex Hostel
Featured Video Play Icon

Á sunnudaginn fer fram Rokkhátíð æskunnar á Kex Hostel. Hátíðin er haldin í annað sinn og verða í boði lifandi tónlistaratriði, fræðsla, vinnusmiðjur og annað skemmtilegt þar sem krakkar fá að fikta í hljóðfærum sem búin eru til úr ávöxtum, gera barmmerki, grúska í raftónlist, þeyta skífum og fleira.

Meðal þeirra sem koma fram í ár eru Áttan og fleiri í bókahorninu á Kex Hostel, í Gym & Tonic verða Stelpur Rokka!, Kirka Kira, Skema, Mussila.

Rokkhátíð Æskunnar er haldin af Heimilislegum Sunnudögum í náinni samvinnu við sjálfboðaliðasamtökun Stelpur Rokka! líkt og í fyrra.

Dagskráin hefst kl 13:00 og stendur til kl 15:30. Áslaug Einarsdóttir var á línunni hjá Henný Árna í morgun. 

Aðgangur á Rokkhátíð Æskunnar er ókeypis og opinn fyrir krakka á öllum aldri.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM