Námskeið í Skapandi skrifum í Árborg og Hveragerði á morgun

Námskeið í Skapandi skrifum í Árborg og Hveragerði á morgun
Featured Video Play Icon

Bókabæirnir austanfjalls og Gullkistan á Laugarvatni bjóða upp á námskeið í skapandi skrifum á morgun, laugardag. Viðfangsefni og aðferðir snúast um að skrifa fyrir börn og er námskeið á Selfossi fyrir fullorðna kl 10:00 í fyrrmálið og stendur til kl 13:00. Annað námskeið verður síðan eftir hádegi í bókasafninu í Hveragerði kl 14:00 og er það námskeið ætlað börnum á aldrinum 8-12 ára og stendur til kl. 16:00.

Leiðbeinandi á námskeiðunum er írskur rithöfundur sem heitir Elizabeth Rose Murray en hún hefur skrifað mikið fyrir börn og unglinga. Tekið er fram að hún muni tala skýra og einfalda ensku á námskeiðunum.

Námskeiðin eru bæði ókeypis og geta áhugasamir skráð sig hjá umsjónarmanni námskeiðanna Jóni Özuri Snorrasyni á netfangið jonozur@gmail.com

Heiðrún Eyvindardóttir hjá bókasafni Árborgar á Selfossi var á línunni hjá Henný Árna í dag og ræddu þær um námskeiðin.

 

 

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM