Samgöngustofa með góðar áminningar fyrir helgina

Samgöngustofa með góðar áminningar fyrir helgina
Featured Video Play Icon

Samgöngustofa og lögreglan verður með okkur á Suðurland FM um helgina.

Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu var á línunni hjá Ragga Palla í dag en hann minnti á að helgin hefur ekki farið nægilega vel af stað. Tvö alvarleg atvik áttu sér stað snemma í morgun og annað nú laust fyrir kl 15:00 austan við Hvolsvöll en ekki alvarleg meiðsl á fólki.

Einar Magnús hvetur fólk til að nota þetta sem áminningu um það hvernig okkur reiðir af og að allir komist heilir heim. Hann segir að þolinmæðin skipti öllu í umferðinni um helgina. Óþolinmæði og stress skili engu.

Lögreglan mun fylgjast með farsímanotkun ökumanna um helgina.

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM