Dagskráin að verða klár fyrir Sumar á Selfossi

Dagskráin að verða klár fyrir Sumar á Selfossi
Featured Video Play Icon

Dagskráin er að verða klár fyrir Sumar á Selfossi. Knattspyrnufélag Árborgar sér um hátíðina og undirbúning hennar og var Guðjón Bjarni á línunni hjá Henný Árna í morgun.

Guðjón fór yfir helstu dagskrárliði en bæjarhátíðin hefst á miðvikudeginum eftir verslunarmannahelgi með tónleikum í Tryggvaskála með hljómsveitinni Rökkvu. Hugað verður að unglingunum á fimmtudeginum og munu Aron Kan, Alexander Jarl og fleiri mæta á svæðið sem og BMX Brós kl 20:30.

Björgvin Halldórsson verður með föstudagstónleikana í ár og verður hefðbundin skemmtileg dagskrá í Sigtúnsgarðinum á laugardag þar sem boðið verður upp á morgunmat fyrir bæjarbúa um morguninn. Eftir hádegi verður froðufjör, sprell leiktæki, vatnaboltar, laser tag og fleira skemmtilegt. Suðurlandströllið verður á sínum stað og menningarganga.

Sléttusöngurinn verður á sínum stað með Magnúsi Kjartani og munum við á Suðurland FM útvarpa honum í beinni þriðja árið í röð í boði Vélsmiðju Suðurlands og ekki má gleyma flugeldasýningunni. Stuðlabandið mun síðan vera með sveitaballastemningu í tjaldinu fram eftir nóttu.

Skemmtilegasta gatan er valin og nú er sá háttur á að skiltið fyrir skemmtilegustu götuna þarf að verja hvert ár og færist það á milli í stað þess að nýtt skilti sé gert ár hvert.

Hér fyrir neðan er síðan litaskipting í hverfum og allar nánari upplýsingar er að finna á Sumar á Selfossi á facebook 

Mynd frá Sumar á Selfossi.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM