Íslandsmeistaramótið í hestaíþróttum um helgina á Hellu

Íslandsmeistaramótið í hestaíþróttum um helgina á Hellu
Featured Video Play Icon

Íslandsmeistaramótið í hestaíþróttum fer fram um helgina á Hellu. Keppt er í hópi fullorðinna en keppni barna og unglinga mun fara fram á Hólum um næstu helgi.

Erlendur Árnason mótsstjóri var á línunni hjá Magnúsi Kjartani í gær en hann sagði að keppt sé í tvenns konar keppni, gæðinga- og íþróttakeppni. Gæðingakeppnin snýr að hestinum sjálfum en íþróttakeppnin að reiðmennsku knapa.

Mikil gróska hefur verið í sportinu mikill fjöldi iðkenda í hestamennsku.

Eðlilega ná ekki allir að mæta á hvert mót og því kom Erlendur inn á það í viðtalinu hvernig hægt er að fylgjast með á netinu.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM