Langar þig að fá Pál Óskar í heimsókn og fá Selfie í leiðinni ?

Langar þig að fá Pál Óskar í heimsókn og fá Selfie í leiðinni ?
Featured Video Play Icon

Einn af okkar dáðu tónlistarmönnum til margra ára er sniðugur þegar kemur að því að gefa út tónlist. Hann ákvað að fara algjörlega nýja leið þegar nýja efnið hans kemur út í september samhliða stórum tónleikum í Laugardalshöll.

Hann ákvað að fara í samstarf við heimkaup og leyfa aðdáendum sínum að versla plötu eða geisladisk fyrirfram og afhenda þegar prentunin er tilbúin. Þessa leið hafa íslenskir tónlistarmenn ekki farið og ekki heldur ákveðið að afhenda hverjum og einum kaupanda diskinn eða plötuna sjálfir. Þetta ætlar Páll Óskar að gera og er í boði eiginhandaráritun og selfie í leiðinni. Hann mun fara hvert á land sem er en ekki út fyrir landsteinana.

Ef þig langar að eignast nýjasta efnið frá Páli Óskari þá er um að gera að fara inn á heimkaup fyrir 14 júlí og festa þér geisladisk eða plötu sem er ekkert venjuleg. Nákvæmar leiðbeiningar fylgja þar og upplýsingar um hvernig afhending fer fram og hvenær.

Palli var á línunni hjá Henný Árna í gær og ræddu þau um formið á geisladisknum og plötunni en tónlistin fylgir einnig með á stafrænu formi.

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM