Menningarveisla Sólheima fyrstu helgina í júlí

Menningarveisla Sólheima fyrstu helgina í júlí
Featured Video Play Icon

Valgeir Backman var á línunni hjá Valda Braga í þættinum á Ferð og flugi í gær en margt skemmtilegt verður í boði á Sólheimum um helgina.

Í boði verður ratleikur sem verður bæði í léttari kantinum og þeim þyngri. Tónleikar munu einnig fara fram í Sólheimakirkju klukkan 14:00 þar sem hljómsveitin Sæbrá kemur fram. Hana skipa þrjár ungar konur sem syngja eigið efni.

Klukkan 16:00 verður umhverfisfræðsla og rætt um snyrtivörur í Sesseljuhúsi en Caitlin Wilson frá Landvern kemur í heimsókn.

Á sunnudag verður Guðsþjónusta í Sólheimakirkju klukkan 14:00.

Ávallt er yndislegt að kíkja við á Sólheimum og um að gera að kíkja við um helgina.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM