Björgunarsveitin Sæbjörg safnar fyrir Grænlendinga

Björgunarsveitin Sæbjörg safnar fyrir Grænlendinga
Featured Video Play Icon

Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri hefur efnt til söfnunar vegna hamfaranna í Grænlandi en Grænlendingar hjálpuðu Flateyringum í kjölfar snjóflóðsins árið 1995 og því vilja Flateyringar endurgjalda stuðninginn.

Upplýsingar um söfnunina er að finna á facebook síðu Björgunarsveitarinnar Sæbjargar  en heildarupphæðin verður afhent landssöfnuninni „Vinátta í verki“ á sunnudag klukkan 15:00.

Ívar Kristjánsson einn af liðsmönnum björgunarsveitarinnar var á línunni hjá Henný Árna í dag og vonast hann ásamt liðsmönnum sveitarinnar að Flateyringar og landsmenn allir veiti söfnuninni lið.

 

Hægt er að leggja inn á reikning 154-26-10272 á kennitölu 470290-2509PÓSTLISTI SUÐURLAND FM