Kvennahlaup ÍSÍ hlaupið á sunnudag á fjölmörgum stöðum á landinu

Kvennahlaup ÍSÍ hlaupið á sunnudag á fjölmörgum stöðum á landinu
Featured Video Play Icon

Kvennahlaup ÍSÍ verður hlaupið á sunnudag á fjölmörgum stöðum á landinu en hlaupið hefur fest sig í sessi hér á landi en það var fyrst haldið árið 1990.

Ekki er um keppni að ræða heldur fjölskylduhlaup þar sem allir eru velkomnir og ræður hver og einn hvort hann hleypur eða labbar og hvaða vegalengd viðkomandi velur sér sem í boði er á hverjum stað.

Hrönn Guðmundsdóttir hjá ÍSÍ var á línunni hjá Henný Árna og fóru þær yfir hlaupastaði á suður- og suðvesturlandi sem eru í boði en allar upplýsingar er einnig að finna inni á vefnum www.kvennahlaup.is

Nú er bara að reima á sig skóna og vera með.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM