Reynir Traustason heldur á Úlfarsfell á morgun í 1000 skiptið með Ferðafélagi Íslands

Reynir Traustason heldur á Úlfarsfell á morgun í 1000 skiptið með Ferðafélagi Íslands
Featured Video Play Icon

Reynir Traustason fjölmiðlamaður og göngugarpur hefur verið duglegur að ganga á fjöll síðustu ár en hann tók ákvörðun um að nóg væri komið af kyrrsetu og tími til kominn að fara að stunda hreyfingu til að koma heilsunni í betra horf.

Hann hefur farið fyrir hópum hjá Ferðafélagi Íslands og fer á morgun á Úlfarsfell í 1000 skiptið í samstarfi við FÍ en hann hvetur fólk til að kíkja í göngu með honum á morgun og taka þátt í skemmtun á toppnum. Þar munu mæta Stuðmenn, Raggi Bjarna, Bjartmar Guðlaugsson og kór FÍ.  Vodafone mun vera með beinar útsendingar frá svæðinu og vonast Reynir til þess að meira en 1000 manns taki þátt í gleðinni.

Henný Árna sló á þráðinn til Reynis og fékk frekari upplýsingar um gönguna sem hefst síðdegis og hvaða gönguleiðir er best að nýta til að komast upp á topp Úlfarsfells.

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM