Fjölskylduútilegan hefst um helgina á Úlfljótsvatni

Fjölskylduútilegan hefst um helgina á Úlfljótsvatni
Featured Video Play Icon

Útileguhelgi fjölskyldunnar er haldin í annað sinn nú um komandi helgi. Tjaldsvæðið á Úlfljótsvatni býður fjölskyldum að koma og njóta aðstöðunnar endurgjaldslaust á tjaldsvæðunum en gestir geta keypt rafmagn eins og venjulega. Boðið verður upp á dagskrárarmbönd fyrir börnin en frítt er í dagskrá fyrir 4 ára og yngri.

Guðmundur Finnbogason var á línunni hjá Henný Árna og fór yfir það sem verður í boði.

 

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM