Minningarhlaup í Hveragerði á fimmtudag

Minningarhlaup í Hveragerði á fimmtudag
Featured Video Play Icon

Ölkelduhlaup / Minningarhlaup verður í Hveragerði á fimmtudag kl 10:00. Það er Skokkhópur Hamars sem mun standa fyrir 24 km utanvegahlaupi en einnig verður hægt að hlaupa 5 km. Lengra hlaupið hefst kl 10:00 en styttra hlaupið kl 11:00.

Hlaupið verður til minningar um ungan dreng, Mikael Rúnar Jónsson, sem lést af slysförum þann 1. apríl síðastliðinn en foreldrar hans hafa verið dyggir félagar í hlaupahópnum og mun allur ágóði hlaupsins renna til fjölskyldunnar.

Pétur Franzson kíkti í heimsókn til Hennýjar Árna og ræddu þau um hlaupið en upplýsingar er hægt að finna á www.hlaup.is

Við hvetjum sem flesta til að mæta og styðja gott málefni.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM