UMFÍ býður upp á umræðupartý á Hvolsvelli á laugardag

UMFÍ býður upp á umræðupartý á Hvolsvelli á laugardag
Featured Video Play Icon

UMFÍ heldur Umræðupartý #2 á Hvolsvelli á laugardaginn frá kl 12:00 – 15:45 í félagsheimilinu Hvoli. Þar er ungt fólk á aldrinum 15-25 hvatt til þátttöku sem og stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga.

Til umræðu verða fræðsla og forvarnir og þá spurt hvaða forvarnarfræðslu ungt fólk kallar eftir. Einnig hvernig ungt fólk vill fá að taka þátt. Þarna gefst ungu fólki tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og þeim sem eldri eru að hlusta og heyra.

Þess má geta að UMFÍ styrkir ferðakostnað þátttakenda sem þurfa að ferðast lengra en 50 km aðra leið.

Upplýsingar og skráningu er að finna inni á vefnum www.umfi.is og á facebook 

Henný Árna hafði samband við Ragnheiði Sigurðardóttur landsfulltrúa UMFÍ og fékk frekari upplýsingar um helgina.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM