Lumar þú á Goslokalaginu 2017 ?

Lumar þú á Goslokalaginu 2017 ?
Featured Video Play Icon

Já nú er það góð spurning hvort þú lumir á Goslokalaginu 2017 ?. BEST, Bandalag vestmannaeyskra söngva- og tónskálda, í samstarfi við Goslokanefnd óskar eftir framlögum í samkeppni um Goslokalagið 2017. Skilafrestur er til og með föstudeginum 12. maí næstkomandi.

Henný Árna sló á þráðinn til Gísla Stefánssonar og fékk að vita hvar væri best fyrir lagahöfunda að nálgast upplýsingar en valnefnd mun síðan velja sameiginlega Goslokalagið úr innsendum lögum.

Sigurlagið verður síðan útsett og hljóðritað í samkomulagi við höfunda og frumflutt um miðjan júnímánuð á ljósvakamiðlum og interneti.

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM