Opið hús hjá Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta

Opið hús hjá Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta
Featured Video Play Icon

Tilvalið er að taka á móti sumrinu á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi á fimmtudaginn en þar verður opið hús frá kl 10:00 – 17:00.

Guðríður Helgadóttir forstöðumaður skólans og Guðmundur Gíslason nemandi kíktu í heimsókn til Hennýjar Árna og forvitnaðist Henný örlítið um skólann og hvað þar færi fram en einnig um dagskrá fimmtudagsins þar sem almenningi gefst færi á að skoða skólann og njóta gróðursins.

 

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM