Síðustu vortónleikar Karlakórs Rangæinga

Síðustu vortónleikar Karlakórs Rangæinga
Featured Video Play Icon

Karlakór Rangæinga hefur haldið vortónleika í Salnum Kópavogi og á Selfossi þetta vorið. Þeir láta þó sitt ekki eftir liggja í sinni heimabyggð og halda síðustu tónleikana sína þetta vorið í Hvolnum á Hvolsvelli á morgun laugardag kl. 14:00 ásamt karlakór eldri Þrasta.

Hermann Árnason var á línunni hjá Valdimari Bragasyni í þættinum Á ferð og flugi en dagskráin verður fjölbreytt og þjóðleg í tilefni Rússlandsferðar síðar í mánuðinum. Nokkrar perlur íslenskra karlakóra verða líka á efnisskránni.
Stjórnandi Kórs Rangæinga er Guðjón Halldór Óskarsson en undirleikarar þau Glódís Margrét Guðmundsdóttir, á píanó, og Grétar Geirsson á harmoníku.


PÓSTLISTI SUÐURLAND FM