Karlakór Hreppamanna fagnar 20 árum með tónleikum

Karlakór Hreppamanna fagnar 20 árum með tónleikum
Featured Video Play Icon

Karlakór Hreppamanna heldur upp á 20 ára afmæli um þessar mundir. Afmælistónleikar verða haldnir í íþróttahúsinu á Flúðum í dag kl 16:00 þar sem Karlakórinn Fóstbræður verður með þeim. Einnig verða tónleikar á mánudag í Selfosskirkju kl 20:00 og verður Karlakór Selfoss þá einnig með þeim. Að síðustu verða tónleikar í Víðisstaðakirkju í Hafnarfirði á miðvikudag í næstu viku þar sem Karlakórinn Þrestir verða með þeim.

Stjórnandi á öllum tónleikunum verður Edit Molnár  en hún hefur verið stjórnandi kórsins frá upphafi. Miklós Dalmay píanóleikari hefur sömuleiðis verið með kórnum frá upphafi og  hafa þau reynst kórnum mikill happafengur. Einsöngvari á öllum tónleikunum verður síðan Guðmundur Karl Eiríksson baríton.

Henný Árna hringdi í einn af kórmeðlimum Helga Má Gunnarsson og fékk að heyra af kórastarfinu í gegnum tíðina, hvað hann hefur verið lengi í kórnum og hvað verður á efnisdagskránni.

Suðurland FM óskar kórnum innilega til hamingju með 20 árin.

 

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM