Skeiðmót á Selfossi á morgun 1 apríl

Skeiðmót á Selfossi á morgun 1 apríl
Featured Video Play Icon

Við hér á Suðurland FM höfum verið dugleg að fylgja eftir Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og er hægt að fylgjast nánar með gangi mála í Sportþætti Suðurland FM á mánudagskvöldum kl 20:00 – 22:30.

Á morgun laugardag fer fram skeiðmót Meistaradeildar á Brávöllum á Selfossi og er keppt í gæingaskeiði og 150m. skeiði. Frítt er inn á mótið og hefst það kl. 13:00.

Gísli Guðjónsson hjá Skeiðfélagi Selfoss var á línunni hjá Henný Árna og hvatti hann alla til að fjölmenna á mótið á morgun og sjá hröðustu hesta landsins í fyrstu kappreiðum ársins.

 

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM