Íslenskar tónlistarkonur hittast og semja saman

Íslenskar tónlistarkonur hittast og semja saman
Featured Video Play Icon

Sex íslenskar tónlistarkonur hittust fyrir nokkru á Hvammstanga og sömdu saman tónlist. Þær koma úr ólíkum áttum en sömdu nokkur lög á nokkrum dögum og koma þrjú þeirra út í dag.

Ein af þeim var Unnur Birna Björnsdóttir tónlistarkona en hún hefur tekið sér margt fyrir hendur og sungið með Swing Kompaníinu og spilar á fiðlu og syngur með Fjallabræðrum. Hún kíkti í heimsókn til Hennýjar Árna og ræddu þær um ferðina góðu á Hvammstanga sem filmuð var og afraksturinn varð heimildarmynd sem sýnd verður á RÚV bráðlega.

Unnur Birna vinnur einnig að sinni eigin tónlist sem við fáum bráðlega að njóta.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM