Músíktilraunir í Hörpu

Músíktilraunir í Hörpu
Featured Video Play Icon

Það er komið að Músíktilraunum 2017 sem fara fram í Norðurljósasal Hörpu. Fjölbreytt tónlist mun hljóma í Norðurljósasalnum næstu daga en úrslitin fara síðan fram í Hörpu 1. apríl næstkomandi.

Fjölmargar hljómsveitir hafa komið sér á framfæri í gegnum þessa keppni frá upphafi en þar má nefna t.d. Greifana, Kolrössu Krókríðandi, Maus, Mínus, Botnleðju, XXX Rotweilerhunda, Of Monsters and Men, Jónsa úr Sigur Rós og fleiri.

 

Ása Hauksdóttir, Friðrik Agni og Curver Thoroddsen voru á línunni hjá Henný Árna og ræddu um kvöldin sem framundan eru, hvað það komast margir áfram og hvaða vald dómnefndin hefur.

Hægt er að nálgast upplýsingar um keppnina á facebooksíðu keppninnar og inni á www.musiktilraunir.is PÓSTLISTI SUÐURLAND FM