Víti í Vestmannaeyjum verður að kvikmynd

Víti í Vestmannaeyjum verður að kvikmynd
Featured Video Play Icon

Mörg börn hafa haft gaman af fótboltabókum Gunnars Helgasonar en þær eru fjórar talsins. Sú fyrsta var Víti í Vestmannaeyjum og stendur til að gera kvikmynd í Vestmannaeyjum í sumar.

Henný Árna sló á þráðinn til Gunnars Helgasonar rithöfundar og ræddu þau um myndina en Gunnar ætlar að vera á hliðarlínunni þar sem Bragi Þór Hinriksson tekur að sér leikstjórn myndarinnar og er mikill reynslubolti þar á ferð. Sagafilm framleiðir myndina og fóru prufur fram í Vestmannaeyjum um liðna helgi og verða einnig prufur í höfuðborginni sem verða auglýstar fljótlega.

Gunnar er mjög spenntur fyrir myndinni en situr einnig við skrif á Suðurlandinu að nýrri bók.



PÓSTLISTI SUÐURLAND FM