Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll

Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll
Featured Video Play Icon

Íslandsmót iðn-og verkgreina er framundan í vikunni og komandi helgi. Verkiðn heldur mótið í laugardalshöll og kynna framhaldsskólar námsframboð sitt í leiðinni, bæði verklegt og bóklegt og mun starfsfólk þeirra veita svör við spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði.

Keppnin stendur yfir í þrjá daga og takast keppendur á við krefjandi og raunveruleg verkefni og fara dómarar yfir verkefnin að keppni lokinni.

Elín Thorarensen verkefnastjóri var á línunni hjá Henný Árna og fóru þær yfir keppnisgreinar, það sem verður í boði og hvernig best er fyrir almenning að nálgast upplýsingar.

 

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM