Starfamessa á Suðurlandi

Starfamessa á Suðurlandi
Featured Video Play Icon

Á þriðjudaginn verður starfamessa haldin í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í samstarfi við Atorku og SASS. Um er að ræða kynningu á störfum og námsleiðum að þeim, í iðn- verk- og tæknigreinum margskonar. Öllum grunnskólanemum í 9. og 10. bekkjum sunnlenskra grunnskóla, allt frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í Hornafirði í austri, ásamt 1. og 2. árs nemum framhaldsskóla svæðisins er boðið til Starfamessunnar. Einnig verður hluta dagsins opið fyrir foreldra þessara ungmenna svo og almenning.

Verkefnastjóri Starfamessu 2017 er Ingunn Jónsdóttir og var hún á línunni hjá Henný Árna í dag og fóru þær yfir hvað starfsgreinar verða í boði og hvernig best er fyrir fólk að snúa sér á þriðjudag.

Starfamessan var fyrst haldin árið 2015 og er nú aftur tveimur árum síðar og hefur staðið til að halda hana á tveggja ára fresti.

Nýja verknámshús skólans Hamar verður vígt kl 16:00 á þriðjudag og mun Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra vígja húsið.

 

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM