Hvernig væri að breyta til á morgun og fá sér mottu í tilefni dagsins

Hvernig væri að breyta til á morgun og fá sér mottu í tilefni dagsins
Featured Video Play Icon

Mottudagurinn er á morgun og þá er tilvalið tækifæri fyrir landsmenn til að gera sér glaðan dag og taka þátt í deginum. Fjölmörg fyrirtæki hafa tekið þátt í mottumars árlega og nú er einblýnt á einn mottudag. Margir hafa bakað mottukökur í tilefni dagsins og starfsmenn fyrirtækja hafa klætt sig upp í jakkaföt og sett upp mottur.

Mottumars er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttu gegn krabbameini hjá karlmönnum og nú er verið að huga að reykingum, sígarettum, rafrettum og munntóbaki.

Kolbrún Ásgeirsdóttir kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins var á línunni hjá Henný Árna og ræddu þær um mottumars, átakið í ár og motturnar skemmtilegu og fleira.

Hægt er að nálgast upplýsingar um átakið á www.mottumars.is og mottudaginn er hægt að finna á facebook.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM