Út á þjóðveginn

Út á þjóðveginn
Featured Video Play Icon

Út á þjóðveginn eru samtök sem stofnuð voru í Hveragerði nýlega og er ætlað að bæta geðheilbrigði íbúa í Hveragerði með fræðslu um geðsjúkdóma og opinni umræðu um geðræn vandamál.

Félagið heldur fundi einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 20:30 í salnum á 2. hæð í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði að Austurmörk 7. Fundirnir eru opnir öllum þeim sem glíma við geðræn vandamál líkt og þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun eða aðra andlega sjúkdóma. Einnig hefur verið stofnuð ungliðahreyfing innan samtakanna.

Félagið hefur átt samstarf við Hveragerðisbæ, Rauða krossinn og Hugarafl og hefur áhugi á félaginu undið upp á sig víðar á Suðurlandinu.

Páll Þór Engilbjartsson einn af stofnendum félagsins og Guðmundur Hermann kíktu í viðtal til Hennýjar Árna og ræddu þau um félagið og framtíðarsýn.

Nánari upplýsingar um félagið má finna á Facebook síðunni þeirra Út á þjóðveginn.

 

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM