Syngjandi konur á Suðurlandi

Syngjandi konur á Suðurlandi
Featured Video Play Icon

Dívur úr kirkjukór Selfosskirkju og kirkjukórar Hveragerðis og Kotstrandasókna ásamt barna – og unglingakór Selfosskirkju eiga skemmtilega helgi framundan. Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir mætir á svæðið og heldur utan um vinnubúðir þar sem syngjandi konur fá tækifæri til að fara út fyrir þægindarammann og vinna í efni sem þær eru ekki vanar að vinna með.

Kristjana mun halda utan um vinnubúðirnar og er lokahnykkurinn tónleikar í Selfosskirkju á sunnudag kl 17:00 og í Hveragerðiskirkju á mánudag kl 19:30.

Þessa skemmtilegu hugmynd hefur Kristjana prófað á Vesturlandi við góðar undirtektir og nú er komið að Suðurlandinu. Sunnlendingar eiga von á skemmtilegum tónleikum með poppívafi.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM