Stöndum þétt saman

Stöndum þétt saman
Featured Video Play Icon

Stöndum þétt saman eru tónleikar sem haldnir verða í Hörpu til styrkjar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu 1. mars næstkomandi.

Þetta verða veglegir tónleikar þar sem margir af okkar þekktustu listamönnum koma fram. Þar á meðal verða Jón Jónsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Stefán Hilmarsson, Eyþór Ingi, María Ólafsdóttir, Friðrik Dór, Jóhanna Guðrún, Haukur Heiðar og Ragnar Bjarnason. Húshljómsveitina skipa: Gunnar Leó Pálsson – trommur, Helgi Reynir Jónsson – gítar, Valdimar Kristjónsson – píanó, Baldur Kristjánsson – bassi og Þórður Gunnar Þorvaldsson – hljómborð og slagverk.

Forseti Íslands mun flytja stutta tölu í upphafi tónleikanna og kynnar verða Eva Ruza og Sigurdís.  Miðasala á tónleikana hefst á morgun miðvikudag 15. febrúar hjá tix.is og harpa.is

Skorað er á fyrirtæki að skoða sérstaklega styrktarpakka sem þeim stendur til boða.
Hugmyndin vaknaði hjá skipuleggjendum og langaði þeim að leggja björgunarsveitunum lið en mikið álag hefur verið á þeim síðustu vikur og mánuði. Sigurdís Sóley Lýðsdóttir einn skipuleggjenda var á línunni hjá Henný Árna og ræddu þær um komandi tónleika. 

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM