Naktir í náttúrunni í Hveragerði

Naktir í náttúrunni í Hveragerði
Featured Video Play Icon

Leiksýningin Naktir í náttúrunni verður frumsýnd hjá Leikfélagi Hveragerðis á föstudaginn kemur. Sýningin er byggð á bresku kvikmyndinni  „ Full monty“ og sér Jón Gunnar Þórðarson um að leikstýra verkinu. Sögusviði hefur verið breytt og snýr að Hveragerði og atvinnulausum félögum sem voru meðal annars að vinna við garðyrkju og fléttast þarna inn í sýninguna t.d. Eden, heilsuhælið, tívolíið og auðvitað garðyrkjan.

Hjörtur Benediktsson formaður Leikfélags Hveragerðis kíkti í heimsókn til Hennýjar Árna og ræddu þau um sýninguna en þess má geta að leikfélagið heldur upp á 70 ára afmæli í ár.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á facebook síðu leikfélagsins 

Sýningatímar: 
Föstudagurinn 27.janúar Frumsýning Uppselt
2.sýning laugardaginn 28.janúar
3.sýning sunnudaginn 29.janúar
4.sýning miðvikudaginn 1.febrúar
5.sýning föstudaginn 3.febrúar
6.sýning laugardaginn 4.febrúar
7.sýning sunnudaginn 5.febrúar

Allar sýningar byrja kl:20:00
Miðaverð er kr. 3,000- Fyrir hópa 10 eða fleiri kr.2,500-
Miðapöntunarsími 863-8522
Leikfélag Hveragerðis Austurmörk 23

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM