Takmarka þyrfti umferð stærri bíla á Ölfusárbrú

Takmarka þyrfti umferð stærri bíla á Ölfusárbrú
Featured Video Play Icon

Ölfusárbrúin sem keyrt er yfir í dag var tekin í notkun 22. desember 1945 og er hún 84 metra löng milli stöpla. Hún hefur þjónað sínum tilgangi vel en er komin til ára sinna. Álagið á hana hefur aukist mikið vegna umferðar og þyrfti að takmarka umferð stærri bíla á brúnni í einu hverju sinni.

Svanur G. Bjarnason svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi kíkti í spjall til Valdimars Bragasonar í þættinum Á ferð og flugi síðdegis í gær og fóru þeir yfir ástand brúarinnar, þær framkvæmdir sem framundan eru á Suðurlandi eins og breikkun vega á milli Hveragerðis og Selfoss en einnig þær áætlanir sem framundan eru varðandi nýja brú.

 

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM