Lífið er núna

Lífið er núna
Featured Video Play Icon

Lífið er núna er fjáröflunar- og árvekniherferð stuðningsfélagsins Krafts sem byrjaði í fyrradag og stendur til 4. febrúar næstkomandi.

Henný Árna heyrði í Ragnheiði Davíðsdóttir framkvæmdastjóra félagsins og fékk upplýsingar um herferðina og komandi viðburði.

Kex hostel hefur verið svo elskulegt að ljá félaginu lið með því að leyfa þeim að nýta húsakost staðarins fyrir hina ýmsu viðburði. Fyrir tveimur dögum voru haldnir glæsilegir tónleikar þar sem fjöldi listamanna kom fram og á morgun verður þar hist til að perla armbönd. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta og hjálpa til við að perla armbönd sem síðan eru seld hjá félaginu. Að sjálfsögðu er tilvalið að taka yngstu snillinga heimilisins með.

Allar upplýsingar er hægt að nálgast hér um viðburðinn en einnig er hægt að finna upplýsingar um félagið hér og hvernig hægt er að gerast mánaðarlegur styrktarfélagi eða einfaldlega styrkja staka styrki og/eða að  versla armbandið vinsæla.

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM