Algjör óvssa og mögnuð upplifun þar sem bragðlaukarnir fá að njóta sín til fulls

Algjör óvssa og mögnuð upplifun þar sem bragðlaukarnir fá að njóta sín til fulls

 

Blind Raven er nýr veitingastaður, staðsettur í Hótel Vatnsholti sem er rétt austan við Selfoss og í tæplega klukkustundarfjarlægð frá Reykjavík.

Staðurinn var opnaður 25. september s.l. við frábærar viðtökur gesta og er fyrsti „Dine in the Dark“ veitingastaðurinn á Íslandi þar sem þema staðarins er að borða í algjöru myrkri.

 

Gestir kvöldsins hittast í upplýstum sal og velja sér drykk með matnum ásamt lit á matseðlinum. Þemað á matseðlinum er grænt fyrir vegan, blátt fyrir fisk, rautt fyrir kjöt oh hvítt fyrir óvissuna þar sem kokkurinn ræður öllu. Ekki er gefið upp hvað er í hverju þema en eftir matinn er hægt að skoða matseðilinn og sjá hvað var verið að borða.

Það er matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson sem hefur hannað réttina á matseðlinum og sér um matreiðsluna af sinni alkunnu snilld þar sem mikill metnaður er lagður í að láta diskana líta alveg eins út og á matseðlinum sem gestirnir fá að sjá að máltíð lokinni.

Áður en gengið er til sætis í Blind Raven fær hver gestur læstann skáp þar sem símar, úr, skart og annað sem gæti glitrað á eða gefið frá sér ljós er skilið eftir. Því næst eru gestirnir leiddir af þjónum til borðs inn sal þar sem er svartamyrkur. Sest er við uppádekkuð borð, drykkir eru komnir í glös og búið er að bera fram forréttin og hér byrjar spennan að magnast. Öll skilningarvitin fara á fullt við það að byrja að borða án þess að sjá eða vita hvað er á diskinum. Sumir finna þörf hjá sér til að snerta matinn með fingrunum og kjósa jafnvel að borða með fingrunum en hnífapör eru að sjálfsögðu til staðar.

Hér nýtur fólk matarins á alveg nýjar hátt í algjörri núvitund. Að finna lyktina af hverjum munnbita og hvernig bragðkaukarnir virka við það að njóta matarins gerir upplifunina mjög einstaka. Það er alveg magnað að borða fyrsta flokks mat og meðlæti með mismunandi bragði án þess að sjá, eða vita hvað það er.

Stemningin sem myndast í salnum er ólík öllu öðru. Andrúmsloftið er rafmagnað af spennu, gleði og eftirvæntingu. Það verður hver og einn að takast á við sjálfan sig og þær tilfinningar sem vakna við það að missa sjónina og þá reynir meira á hin skilningarvitin eins og heyrn og lyktarskyn. Feimnin hverfur og það losnar um hömlur hjá sumum. Auk þess er skrítið að sjá ekki andlitin á fólki og svipbrigði þess sem maður talar við. Menn missa grímuna og allir verða jafnir.
Tilfinningin fyrir staðsetningu hluta allt í kring kemur fljótt og það er sérstök upplifun að verða varla var við þjónana koma og hreinsa eða bera fram fleiri rétti og nokkurvegin skynja eingöngu hvað er að gerast en ekki sjá neitt. Öll upplifun er því með öðrum hætti en fólk er vant.
Þetta er á allan hátt alveg magnað ævintýri og í senn bæði spennandi og skemmtileg upplifun fyrir pör, vini, vinahópa, vinnustaðahópa og alla sem langar að upplifa eitthvað alveg nýtt og spennandi.

Það eru veitingahjónin í Hótel Vatnsholti þau Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir sem eru eigendur Blind Raven, en þau hafa rekið Hótel Vatsnholt síðan 2010. Hótelið er fallegt og fjölbreytt á notalegum stað í sveitakyrrðinni. Húsakostur er fyrrum sveitabýli og býður Vatnsholt upp á úrvalsgistingu í ýmsum gæðaflokkum, í vönduðum uppábúnum rúmum i yfir 40 gistiherbergjum. Hótelið er með 3 veitingasali og rúmar allt að 300 manns í gistingu.

 

Aðeins er opið fyrir hópa fyrst um sinn á Blind Raven og er þetta tilvalin áfangastaður fyrir hverskyns hópefli og óvissuferðir.

Hægt að panta í síma 899-7748 og info@hotelvatnsholt.is
Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Blind Raven

Blind Raven er  á öllum helstu samfélagsmiðlum svo sem Twitter, Instagram, Facebook og Snapchat og hvetur gesti sína til þess að deila myndum af upplifun sinni með notkun myllumerkisins #BLINDRAVEN.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM