Basar kvenfélaga í Flóahreppi á morgun laugardag

Basar kvenfélaga í Flóahreppi á morgun laugardag
Featured Video Play Icon

Kvenfélögin í Flóahreppi tóku þá ákvörðun að sameinast  í að halda Basar á morgun laugardag frá kl. 13:00 – 17:00 í Þingborg. Unnið hefur verið að þessum degi í tvö ár og verður vandað handverk til sölu sem kvenfélagskonur hafa búið til eins og heklaðar bjöllur, prjónaðir sokkar, vettlingar, húfur sem og peysur, jólakúlur, skart og margt fleira. Dýrindis kökubasar verður einnig á staðnum.

Kvenfélagskonur halda þennan basar tli að styrkja Skammtímavistun í Álftarima 2 á Selfossi, en þar bráðvantar sérhannað sjúkrarúm sem kostar rúmlega eina milljón króna. Allur ágóði dagsins rennur í söfnunina. Það er því vel við hæfi að kíkja í Þingborg á morgun laugardag, gera góð kaup og versla jafnvel jólagjafir.

Sólveig Þórðardóttir formaður kvenfélags Villingaholtshrepps var á línunni hjá Henný Árna og þær fóru yfir hvað verður í boði á basarnum.

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM