Tónleikar með Valgeiri Guðjónssyni á Eyrarbakka á morgun

Tónleikar með Valgeiri Guðjónssyni á Eyrarbakka á morgun
Featured Video Play Icon

Menningarmánuðurinn október er genginn í garð og fjölmargir skemmtilegir menningarviðburðir verða í boði í Árborg.

Einn af þeim viðburðum sem í boði verða eru tónleikar með Valgeiri Guðjónssyni á Eyrarbakka á morgun kl 16:00. Heiti tónleikanna er Saga Music Hall og verða þetta notalegir eftirmiðdegistónleikar í gamla frystihúsinu. Valgeir spjallar við gesti og spilar mörg af sínum þekktustu lögum í bland við ný. Þess má geta að frítt er inn á tónleikana.

Valgeir mætti í spjall til Hennýjar Árna

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM