20 ára afmæli hljómsveitarinnar Á Móti Sól

20 ára afmæli hljómsveitarinnar Á Móti Sól
Featured Video Play Icon

Hljómsveitin Á Móti Sól heldur upp á 20 ára afmæli sitt um þessar mundir og ætla drengirnir að halda sögustund og unplugged tónleika á Skyrgerðinni í Hveragerði í kvöld. Þeir halda síðan vestur til borgarinnar og spila á laugardagskvöld á Spot í Kópavogi.

Þessir öðlingar hafa gefið út fjölmörg góð lög þessi 20 ár og hefur Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari verið aðalsprautan í þeim efnum. Hann var í spjalli hjá Henný Árna og fóru þau aðeins yfir söguna.

Til hamingju með afmælið drengir.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM