Bökunarmaraþon Blöku er um helgina til styrktar góðu málefni

Bökunarmaraþon Blöku er um helgina til styrktar góðu málefni
Featured Video Play Icon

Lilja Katrín Gunnarsdóttir blaðamaður og leikkona heldur úti síðunni www.blaka.is en hún hefur gaman af því að baka. Hún fékk þá hugmynd að halda bökunarmaraþon um helgina og ætlar að baka í sólarhring. Hún ætlar síðan að hafa opið hús á sunnudaginn eftir hádegi heima hjá sér að Melgerði 21 í Kópavogi og bjóða landsmönnum í kökur.

Fólk getur gúffað í sig að vild en í staðinn fyrir að greiða fyrir kræsingarnar er fólk hvatt til að taka með sér pening og styrkja Kraft, á staðnum eða leggja inn á bankareikning félagsins. Það er ekki skylda en sérstakir styrktarbaukar verða í kaffisamsætinu. Allur ágóði rennur síðan beint til Krafts.

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM