Eins og fætur toga – Sérfræðingar í göngu- og hlaupagreiningum.

Eins og fætur toga – Sérfræðingar í göngu- og hlaupagreiningum.

Göngugreining er mikilvæg fyrir alla þar sem álag er mikið á fótum. Með greiningu, meðhöndlun og réttum búnaði geta lífsgæðin stórbreyst.

Göngu- og hlaupagreining er fyrir alla sem eru með einkenni í baki, mjöðmum, nára, hnjám, framan á leggjum, ökklum og hælum.  Einnig fyrir þá sem fá sinadrátt eða eymsli í kálfa/iljar eða tær, aflaganir á fæti s.s. auka bein og óeðlilegan vöxt beina.

Göngu- og hlaupagreining er framkvæmd með hlaupabretti, upptökubúnaði, tölvu og myndvinnsluforriti.  Notast er við  RSscan hátækni tölvuþrýstiplötu og stafrænt hallamál

Skoðaðar eru skekkjur í hælum, ökklum og hvernig álagið er upp í hné, mjaðmir og bak. Mislengd ganglima er mæld, athugað með lausa liði, tábergssig, ilsig og hvort fitupúðar í hælum og tábergi eru í lagi.

Það sem við hjá Eins og Fætur Toga gerum.

 • Ráðleggjum um skóbúnað fyrir vinnu og frístundir.
 • Leiðréttum skekkjur og mislengd með sérsmíðuðum innleggjum.
 • Leiðréttum mislengd með þar til gerðum púðum og/eða hækkunum á skóm.
 • Byggjum undir táberg og / eða il ef um tábergs- eða ilsig er að ræða.
 • Mælum með hitahlífum / spelkum ef þarf.
 • Vísum á lækni eða sjúkraþjálfara eftir þörfum.

Börn geta líka þurft að koma í göngugreiningu

 • Börn með einkenni í hnjám, leggjum, ökklum, hælum, kálfum eða undir iljum.
 • Börn með aflaganir á fæti s.s. auka bein eða óeðlilegan vöxt beina.
 • Börn með skekkjur inn á við í hælum og/eða ökklum og jafnvel í hnjám.
 • Börn sem eru löt að ganga og kvarta undan þreytu við minnsta álag.
 • Börn sem kvarta undan pirringi eða verkjum þegar komið er upp í rúm.
 • Börn sem vakna grátandi eða pirruð á næturna vegna fótaverkja.

Eins og Fætur Toga vinnur náið með íþróttahreyfingunni og fagaðilum í heilbrigðisstéttinni og þar starfar reynslumikið fagfólk sem hefur sl. 10 ár tekið nálægt 50.000 íslendinga í göngu- og hlaupagreiningu.

Eins og Fætur Toga er reglulega á ferðinni um landið með göngu- og hlaupagreiningar, kynningar og sölu á tengdum vörum.

Hjá versluninni Eins og Fætur Toga er fagfólk sem sér um skógreiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. Starfsfólk ráðleggur um hlaupafatnað og fylgihluti fyrir hlaupara, ráðleggur og setur í skó vörur fyrir fætur s.s. tábergspúða, upphækkanir, sérsmíðuð og stöðluð innlegg auk þess að breyta skóm ef þess þarf.  Eins og Fætur Toga sérhæfir sig í sölu á gæðavörum og leggur metnað í góða þjónustu og sanngjarnt verð.

Við tökum vel á móti þér!

Nánari upplýsingar má finna inn a heimsiðunni  gongugreining.is

 

Eins og fætur toga.

Bæjarlind 4

201 Kópavogi

Sími 55 77 100

Netfang: gongugreining@gongugreining.is

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM