Olís-deild kvenna í handbolta hefst í dag – Upphitunarþáttur Sportþáttarins

Olís-deild kvenna í handbolta hefst í dag - Upphitunarþáttur Sportþáttarins

grotta1

Olís-deild kvenna í handbolta hefst á nýjan leik í dag með þrem leikjum. Í seinasta Sportþætti var hitað upp fyrir komandi leiktímabil í Olís-deild kvenna þar sem Gestur frá Hæli þáttasjórnandi fékk þá Lúther Gestsson ritsjóra handboltavefsíðunnar fimmeinn.is, Ingvar Örn Ákason þjálfara hjá HK og Jóhannes Lange þjálfara hjá Fylki til að spyrja leikmenn og þjálfara spjörunum úr.

Meðal viðmælenda voru Hrafnhildur Skúladóttir þjálfari ÍBV, Þorgerður Anna Atladóttir leikmaður Stjörnunnar, Tinna Soffía Traustadóttir leikmaður Selfoss, Stefán Arnarsson þjálfari Fram, Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður Vals, Elín Anna Þorsteinsdóttir leikmaður Hauka og loks fyrrnefndan Jóhannes Lange aðstoðaþjálfara Fylkis.

Sjá einnig: UPPHITUN FYRIR OLÍS-KARLA

Sjá einnig: Nýjustu viðtöl Sportþáttarins

Viðtölin má heyra hér að neðan:PÓSTLISTI SUÐURLAND FM