Jón Margeir Sverrisson verður fánaberi Íslands í dag á opnunarhátíð Paralympics sem fer fram í Ríó en hátíðin fer fram á hinum heimsfræga Maracana-leikvangi. Þjóðhátíðardagur Brasilíumanna er einnig í dag og má búast við mikilli hátíð.
Jón keppir á sínum öðrum Olympíuleikum á ferlinum en hann keppti einnig í London 2012 þar sem hann varð Heimsmeistari ásamt því að setja heimsmet í 200m skriðsundi í flokki þroksahamlarðra (S14).
Jón keppir í að þessu sinni í 200m skirðsundi, 100m bringusundi og 200m fjórsundi en keppnin í 200m skirðsundi í ár verður gífurlega hörð þar sem hann gefur út miklar yfirlýsingar í viðtalinu hjá okkur á Suðurland FM í Sportþættinum.
Fimm íslenskir keppendur eru á Olympíleikunum en auk Jón Margeirs í sundi eru þau Sonja Sigurðardóttir og Themla Björg Björnsdóttir. Þorsteinn Halldórsson keppir í bogfimi þar sem hann brýtur blað í íslenskri íþróttasögu að keppa í þeirri grein svo mun Helgi Sveinsson ríða á vaðið á föstudaginn þar sem markmiðin eru há.
Dagskrá íslensku keppenda og fleiri viðtöl tengd Paralympics í Ríó má finna með að smella hér að neðan:
DAGSKRÁ ÍSLENDINGANNA Í RÍÓ
Viðtöl tengd PARALYMPICS Í RÍÓ
Tengdar greinar


Jóladagskráin heldur áfram í Hveragerði
14. desember, 2017


Nýjustu fréttir úr Flóanum
14. desember, 2017


Jólasveinarnir heimsækja Selfoss á morgun laugardag
08. desember, 2017