Snorri Þór og Kórdrengurinn komnir í sögurbækurnar!

Snorri Þór og Kórdrengurinn komnir í sögurbækurnar!
Featured Video Play Icon

Snorri Þór Árnason á Kórdrengnum í torfærunni gerði sér lítið fyrir í sumar og vann allar Íslandsmeistarakeppnirnar í sumar og er sá fyrsti í sögunni til að ná þeim árangri. Ef farið er yfir öll stig í öllum keppnum sumarsins má sjá að hann hafi náð að vera í fyrsta sæti eftir allar brautir fyrir utan 3-5 á Akranesi en hann leiddi þá frá fyrstu braut á Helli og var í 1.sæti alveg frá 6.braut á Akranesi.

Frábær árangur hjá Snorra Þó og hans liði en Snorri fór yfir allt það helsta úr torfærunni í sumar með Gesti frá Hæli í Sportþættinum.

Framundan í torfærunni hjá íslensku keppendunum er keppni í Bandaríkjunum en þeir byrjuðu að ferja bílana í gær út í gáma.

Sjá einnig:

Fleiri viðtöl úr akstursíþróttum

Nýjustu viðtöl Sportþáttarins

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM