Hlynur Bæringsson landsliðsfyrirliði um 100.landsleikinn „Spila með syni liðfélaga“

Hlynur Bæringsson landsliðsfyrirliði um 100.landsleikinn "Spila með syni liðfélaga"
Featured Video Play Icon

hlynurb4Íslenska landsliðið í körfuknattleik er staðsett núna út í Belgíu þar sem þeir munu mæta Belgíu í Undankeppni Evrópumeistaramótsins 2017. Íslendingar hafa átt góðu gengi að fagna í fyrstu tveim leikjum undakeppninar þar sem þeir sigruðu Sviss og Kýpur.

Hlynur Bæringsson landsliðsfyrirliði Íslands var á línunni í Sportþættinum í gærkvöld en hann mun spila sinn 100.landsleik annaðkvöld gegn liðinu sem er talið sterkast í riðlinum, Belgíu.

Á sama tíma er Gestur frá Hæli þáttastjórnandi Sportþáttarins heyrði í Hlyni var hann staðsettur á hótelherbergi ásamt Jón Arnóri Stefánssyni í Belgíu að fylgjast með karlalandsliðinu í knattspyrnu spila gegn Úkraníu sem lauk með janftefli 1-1 en er viðtalið kláraðist fengu Úkraníumenn vítaspyrnu sem þeir klúðruðu sem betur fer.

Hlynur gekk nýlega til liðs við Stjörnuna í Dominos-deild karla eftir sex ár í atvinumennsku og má búast við að hart verði barist í deild þeirra bestu á komandi tímabili sem hefst í október.

Tveir heimaleikir eru eftir hjá landsliðinu og er ennþá hægt að nálgast miða á leikina á www.tix.is en þeir fara fram miðvikudaginn 14.september og laugardaginn 17.september.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM