Þráinn Hafsteinsson „Afreksíþróttafólk oft í vanda fjárhagslega“

Þráinn Hafsteinsson "Afreksíþróttafólk oft í vanda fjárhagslega"

trainnÞráinn Hafsteinsson sem er einn af reyndustu þjálfurum Íslandsögunar var í Sportþættinum í gærkvöld en hann hætti sem yfirþjálfari hjá frjálsíþróttadeild ÍR eftir að starfa þar seinustu 22 ár eftir Olympíuleikana í Ríó.

Þráinn sem byrjaði þjálfaraferilinn hjá HSK er þó ekki hættur að þjálfa en hann mun halda utan um fjölþrautafólkið hjá ÍR ásamt því að vinna í kringum mót sem haldin eru í kringum félagið. Það má með sanni segja að Þráinn hafi lyft „grettistökum“ í starfsemi ÍR-inga í frjáslum er hann tók við árið 1994.

Þráinn sem er 59 ára í dag átti stóran þátt í því að byggja frjálsíþróttastarf ÍR frá grunni er hann tók við sem yfirþjálfari á sínum tíma og við tók svokölluð „gullöld ÍR í frjálsum“. Undir stjórn Þráins hefur ÍR liðið í frjálsum fagnað fjölmarga Íslands- og Bikarmeistaratilta ásamt góðum árangri erlendis.

Þráinn fór stuttlega yfir ferilinn sem yfirþjálfari ÍR í Sportþættinum með Gesti frá Hæli þar sem hann ræddi meðal annars um kosti og galla kerfisins sem fremsta afreksfólk okkar Íslendinga hafa þurft að fara í gegnum á seinustu árum miðað við Norðurlöndin meðal annars.

Sjá einnig:

Viðtöl úr frjálsum íþróttum í Sportþættinum

Nýjustu viðtöl Sportþáttarins

Sportið á SUÐURLAND FMPÓSTLISTI SUÐURLAND FM